Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2025 22:45 Deyna Castellanos spilar með liði Portland Thorns í NWSL deildinni í Bandaríkjunum en var áður hjá Bay FC. Getty/Eakin Howard/ Knattspyrnukonan Deyna Castellanos er framherji bandaríska liðsins Portland Thorns en um leið er hún lykilmaður venesúelska landsliðsins. Castellanos er líka ein af mörgum erlendu leikmönnum bandarísku atvinnumannadeildarinnar NWSL sem óttast mikið stöðuna í innflytjendamálum í Bandaríkjunum. Landsliðskonan vildi ekki að yfirgefa Bandaríkin af ótta af það að henni verði ekki hleypt aftur inn í landið. Castellanos: 'Uncertainty' over travel ban 'scary'Portland Thorns and Venezuela women's national team forward Deyna Castellanos said she does not know when it will be safe for her to travel outside of the United States due to uncertainty around potenti… https://t.co/66wb5ioVSp— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 10, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hert allar reglur við landamærin og er með það höfuðmarkmið að úthýsa ólöglegum innflytjendum. Mörg lönd hafa líka verið sett á svartan lista þar sem ríkisborgurum þaðan er bannað að koma inn í Bandaríkin. Castellanos tók ekki þátt í þessum landsliðsglugga og missti því af landsleikjum Venesúela við Panama. Hún þorði ekki að yfirgefa Bandaríkin vegna ástandsins. „Ég get farið heim en ég veit ekki hvort ég geti snúið aftur. Ég er hrædd vegna ástandsins og öll þessi óvissa er ógnvekjandi. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn í deildinni,“ sagði Deyna Castellanos. „Ég er mjög leið yfir því að geta ekki komið til móts við landsliðið að þessu sinni. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að vera bara hér. Aðalástæðan er að gera verið hér áfram og fá að spila áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Castellanos. Hún veit ekki hvenær hún þorir að fara heim til Venesúela. Fullt af erlendum leikmönnum í NWSL deildinni tóku sömu ákvörðun og fóru ekki í landsleiki þjóða sinna. Fjórar landsliðskonur Sambíu misstu þannig af leikjum þjóðar sinnar sem var að spila leiki í Kína. Leikmennirnir eru Barbra Banda, Prisca Chilufya og Grace Chanda,hjá Orlando Pride og Racheal Kundananji hjá Bay FC. Þær völdu allar að halda kyrru fyrir í Bandaríkjunum. #10Abr | La futbolista venezolana Deyna Castellanos dijo que no acudió a la convocatoria más reciente de la Vinotinto femenina por miedo a no poder regresar a Estados Unidos debido al contexto migratorio en el país.Castellanos, quien juega en el Portland Thorns de la liga… pic.twitter.com/nea42u4Gk7— El Diario (@eldiario) April 10, 2025 Bandaríkin Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Castellanos er líka ein af mörgum erlendu leikmönnum bandarísku atvinnumannadeildarinnar NWSL sem óttast mikið stöðuna í innflytjendamálum í Bandaríkjunum. Landsliðskonan vildi ekki að yfirgefa Bandaríkin af ótta af það að henni verði ekki hleypt aftur inn í landið. Castellanos: 'Uncertainty' over travel ban 'scary'Portland Thorns and Venezuela women's national team forward Deyna Castellanos said she does not know when it will be safe for her to travel outside of the United States due to uncertainty around potenti… https://t.co/66wb5ioVSp— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 10, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hert allar reglur við landamærin og er með það höfuðmarkmið að úthýsa ólöglegum innflytjendum. Mörg lönd hafa líka verið sett á svartan lista þar sem ríkisborgurum þaðan er bannað að koma inn í Bandaríkin. Castellanos tók ekki þátt í þessum landsliðsglugga og missti því af landsleikjum Venesúela við Panama. Hún þorði ekki að yfirgefa Bandaríkin vegna ástandsins. „Ég get farið heim en ég veit ekki hvort ég geti snúið aftur. Ég er hrædd vegna ástandsins og öll þessi óvissa er ógnvekjandi. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn í deildinni,“ sagði Deyna Castellanos. „Ég er mjög leið yfir því að geta ekki komið til móts við landsliðið að þessu sinni. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að vera bara hér. Aðalástæðan er að gera verið hér áfram og fá að spila áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Castellanos. Hún veit ekki hvenær hún þorir að fara heim til Venesúela. Fullt af erlendum leikmönnum í NWSL deildinni tóku sömu ákvörðun og fóru ekki í landsleiki þjóða sinna. Fjórar landsliðskonur Sambíu misstu þannig af leikjum þjóðar sinnar sem var að spila leiki í Kína. Leikmennirnir eru Barbra Banda, Prisca Chilufya og Grace Chanda,hjá Orlando Pride og Racheal Kundananji hjá Bay FC. Þær völdu allar að halda kyrru fyrir í Bandaríkjunum. #10Abr | La futbolista venezolana Deyna Castellanos dijo que no acudió a la convocatoria más reciente de la Vinotinto femenina por miedo a no poder regresar a Estados Unidos debido al contexto migratorio en el país.Castellanos, quien juega en el Portland Thorns de la liga… pic.twitter.com/nea42u4Gk7— El Diario (@eldiario) April 10, 2025
Bandaríkin Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira