Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar