Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. apríl 2025 13:03 Hljómsveitin Stuðlabandið semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2025. Lagið kemur út þann 15. maí næstkomandi. Skjáskot/Stuðlabandið Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31