Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar 6. apríl 2025 08:01 Þann 13. september 2023 birtist grein í Heimildinni sem undirritaður skrifaði ásamt Ingrid Kuhlman og bar yfirskriftina „Hvetjum Læknafélag Íslands til að virða meirihlutasjónarmið lækna um dánaraðstoð”. Greinin byggði á niðurstöðum könnunar heilbrigðisráðuneytisins, sem birt var í júní 2023, um afstöðu heilbrigðisstétta og almennings til dánaraðstoðar. Síðan eru liðin tæp tvö ár. Hver voru viðbrögð forystu Læknafélags Íslands (LÍ) ef nokkur? Í stuttu máli hefur fátt breyst þrátt fyrir upplýsingar um afstöðu félagsmanna. Viðbrögð félagsins eru algjörlega á skjön við viðbrögð samtaka allra heilbrigðisstétta á Bretlandseyjum við breyttri afstöðu félagsmanna þeirra. Staðreyndir um afstöðu heilbrigðisstétta á Íslandi til dánaraðstoðar Í grein okkar var sagt frá tveimur könnunum um afstöðu heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi til dánaraðstoðar. Annars vegar voru það niðurstöður könnunar um afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem birtar voru í BS ritgerðBrynhildar K. Ásgeirsdóttur frá 2021 og hins vegar könnunheilbrigðsráðuneytisins frá 2023 um afstöðu heilbrigðisstétta til sama málefnis. Niðurstöður könnunar Brynhildar má sjá á meðfylgjandi mynd sem er merkt ártalinu 2021. Niðurstaða könnunar heilbrigðisráðuneytisins er merkt 2023. Þrátt fyrir að þátttakendur í þeirri könnun hafi verið færri, er hún engu að síður marktæk. Niðurstöður könnunar Brynhildar komu verulega á óvart, þar sem stuðningur lækna mældist 54% (18% árið 2010) og hjúkrunarfræðinga 71% (20% árið 2010). Hér er því um að ræða verulega viðhorfsbreytingu á 11 árum áður. En það er síðan niðurstaða könnunar ráðuneytisins frá 2023 sem staðfestir niðurstöður Brynhildar þrátt fyrir gagnrýni LÍ. Töluverður munur er á afstöðu hjúkrunarfræðinga en stuðningur þeirra mælist 86%. Afstaða sjúkraliða er mæld í fyrsta sinn og er einnig verulega mikill stuðningur við dánaraðstoð meðal þeirra eða 81%. Sama þróun á sér stað hér á landi í afstöðu heilbrigðisstétta og um allan heim. Helsta ástæða vaxandi stuðnings þessara hópa við danáraðstoð er virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga. Þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar forystu Læknafélags Íslands, sem árum saman hafa haldið því fram að læknar séu nær einhuga í andstöðu sinni við dánaraðstoð. Í kjölfarið hófst talsvert andóf frá félaginu, þar sem reynt var að gera lítið úr niðurstöðunum. Félagið hefur lýst þeirri skoðun að ekki megi leggja trúnað á þessar kannanir vegna þess að úrtakið sé lítið og niðurstöðurnar því ómarktækar. Grein í BMC Medical Ethics staðfestir niðurstöðu Grein um niðurstöður könnunar Brynhildar eftir Svan Sigurbjörnsson, Brynhildi og Elsu B. Valsdóttur var birt í fagblaðinuBMC Medical Ethics í nóvember 2024. Í inngangi greinarinnar kemur fram að öryggismörk niðurstöðu könnunarinnar séu +/- 6.2%, sem er innan þeirra 4-8% öryggismarka sem almennt eru viðurkennd í rannsóknum af þessari gerð. Greinin er ritrýnd. Engin viðbrögð hafa borist frá forystu LÍ. Samtök heilbrigðisstarfmanna í Bretlandi láta af andstöðu við dánaraðstoð Á undanförnum árum hafa öll helstu samtök lækna á Bretlandseyjum, utan eitt þeirra, horfið frá algjörri andstöðu við dánaraðstoð og tekið upp hlutlausa afstöðu. Þessi breyting varð vegna þess samtökin fóru þá lýðræðislegu leið að gera könnun meðal félagsmanna sinna. Í ljós kom að stuðningur við dánaraðstoð var mun meiri í öllum félögunum en forsvarsmenn félaganna höfðu talið. Royal College of Physicians (RCP) framkvæmdi könnun meðal sinna félaga árið 2019 og voru 31% lækna fylgjandi dánaraðstoð og 43% andvígir. Félagið, sem samanstendur af sérfræðingum á ýmsum sviðum, þar á meðal hjarta-, lungna- og meltingarlæknum, telur um 40.000 meðlimi. Forysta félagsins taldi þó ekki rétt að færa sig frá andstöðu við dánaraðstoð fyrr en stuðningur næði 60%, jafnvel þó að ekki væri meirihluti á móti. Royal College of General Practitioners (RCGP), félag heimilislækna með um 54.000 meðlimi, framkvæmdi könnun sama ár. Þar reyndust 40% vera fylgjandi dánaraðstoð og 47% andvígir. Félagið hélt þó áfram andstöðu sinni, en í mars 2025 tók RCGP upp hlutlausa afstöðu til málsins. British Medical Association (BNA), langfjölmennasta læknafélag Bretlands með um 195.000 meðlimi, framkvæmdi könnunárið 2020. Niðurstöður sýndu að 50% voru fylgjandi dánaraðstoð en 39% andvígir. Í kjölfarið ákvað BMA að hætta formlegri andstöðu við dánaraðstoð og taka upp hlutlausa afstöðu. Royal College of Surgeons (RCS) framkvæmdi könnun árið 2023 þar sem 52% voru hlynntir dánaraðstoð en 25% andvígir. Enn fremur töldu 72% þátttakenda að félagið ætti að láta af andstöðu við andstöðu og taka upp hlutlausa afstöðu – sem það og gerði. Um 40.000 skurðlæknar eru í félaginu. The Royal College of Nursing (RCN), sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og stuðningsaðilum við hjúkrun, hefur haft hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar síðan 2009. Velta má fyrir sér ástæðum þess en hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru sjálfsagt í meiri nánd við sjúklinga en læknar. Í atkvæðagreiðslu á ársþingi félagsins árið 2022 var staðfest að þessi hlutlausa afstaða skyldi haldast, með það að markmiði að veita félagsmönnum stuðning og upplýsingar á grundvelli þróunar málsins. Félagar í RCN eru um 500.000 talsins. Á meðan á Íslandi – málþing en EKKI könnun Læknafélag Íslands stóðst ekki gagnrýnina árin 2023-24 og ákvað að standa fyrir málþingi á vormánuðum 2024 sem einungis var ætlað læknum. Ekki fer mörgum sögum af því nema að það hafi verið uppbyggilegt og ánægjulegt að félagsmenn hafi fengið vettvang til umræðu. Hins vegar hefur gagnrýni á forystu félagsins farið vaxandi innan raða félagsmanna. Þrátt fyrir að LÍ hafi gagnrýnt bæði könnunina sem birt var í BS-ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttur árið 2021 og könnun heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 fyrir að vera ómarktækar, hefur félagið hvorki sýnt vilja til að feta í fótspor hinna æruverðugu félaga lækna í Breska heimsveldinu og kanna afstöðu sinna eigin félagsmanna né nýtt tækifærið til að efla umræðu með gagnsæjum og lýðræðislegum hætti. Í ljósi niðurstaðna úr tveimur sjálfstæðum könnunum, sem sýna greinilegan meirihlutastuðning lækna við dánaraðstoð, og afstöðu forystu Læknafélags Íslands, má því miður enn halda því fram að félagið virði ekki meirihlutasjónarmið félagsmanna sinna. Höfundur er s tjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 13. september 2023 birtist grein í Heimildinni sem undirritaður skrifaði ásamt Ingrid Kuhlman og bar yfirskriftina „Hvetjum Læknafélag Íslands til að virða meirihlutasjónarmið lækna um dánaraðstoð”. Greinin byggði á niðurstöðum könnunar heilbrigðisráðuneytisins, sem birt var í júní 2023, um afstöðu heilbrigðisstétta og almennings til dánaraðstoðar. Síðan eru liðin tæp tvö ár. Hver voru viðbrögð forystu Læknafélags Íslands (LÍ) ef nokkur? Í stuttu máli hefur fátt breyst þrátt fyrir upplýsingar um afstöðu félagsmanna. Viðbrögð félagsins eru algjörlega á skjön við viðbrögð samtaka allra heilbrigðisstétta á Bretlandseyjum við breyttri afstöðu félagsmanna þeirra. Staðreyndir um afstöðu heilbrigðisstétta á Íslandi til dánaraðstoðar Í grein okkar var sagt frá tveimur könnunum um afstöðu heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi til dánaraðstoðar. Annars vegar voru það niðurstöður könnunar um afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem birtar voru í BS ritgerðBrynhildar K. Ásgeirsdóttur frá 2021 og hins vegar könnunheilbrigðsráðuneytisins frá 2023 um afstöðu heilbrigðisstétta til sama málefnis. Niðurstöður könnunar Brynhildar má sjá á meðfylgjandi mynd sem er merkt ártalinu 2021. Niðurstaða könnunar heilbrigðisráðuneytisins er merkt 2023. Þrátt fyrir að þátttakendur í þeirri könnun hafi verið færri, er hún engu að síður marktæk. Niðurstöður könnunar Brynhildar komu verulega á óvart, þar sem stuðningur lækna mældist 54% (18% árið 2010) og hjúkrunarfræðinga 71% (20% árið 2010). Hér er því um að ræða verulega viðhorfsbreytingu á 11 árum áður. En það er síðan niðurstaða könnunar ráðuneytisins frá 2023 sem staðfestir niðurstöður Brynhildar þrátt fyrir gagnrýni LÍ. Töluverður munur er á afstöðu hjúkrunarfræðinga en stuðningur þeirra mælist 86%. Afstaða sjúkraliða er mæld í fyrsta sinn og er einnig verulega mikill stuðningur við dánaraðstoð meðal þeirra eða 81%. Sama þróun á sér stað hér á landi í afstöðu heilbrigðisstétta og um allan heim. Helsta ástæða vaxandi stuðnings þessara hópa við danáraðstoð er virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga. Þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar forystu Læknafélags Íslands, sem árum saman hafa haldið því fram að læknar séu nær einhuga í andstöðu sinni við dánaraðstoð. Í kjölfarið hófst talsvert andóf frá félaginu, þar sem reynt var að gera lítið úr niðurstöðunum. Félagið hefur lýst þeirri skoðun að ekki megi leggja trúnað á þessar kannanir vegna þess að úrtakið sé lítið og niðurstöðurnar því ómarktækar. Grein í BMC Medical Ethics staðfestir niðurstöðu Grein um niðurstöður könnunar Brynhildar eftir Svan Sigurbjörnsson, Brynhildi og Elsu B. Valsdóttur var birt í fagblaðinuBMC Medical Ethics í nóvember 2024. Í inngangi greinarinnar kemur fram að öryggismörk niðurstöðu könnunarinnar séu +/- 6.2%, sem er innan þeirra 4-8% öryggismarka sem almennt eru viðurkennd í rannsóknum af þessari gerð. Greinin er ritrýnd. Engin viðbrögð hafa borist frá forystu LÍ. Samtök heilbrigðisstarfmanna í Bretlandi láta af andstöðu við dánaraðstoð Á undanförnum árum hafa öll helstu samtök lækna á Bretlandseyjum, utan eitt þeirra, horfið frá algjörri andstöðu við dánaraðstoð og tekið upp hlutlausa afstöðu. Þessi breyting varð vegna þess samtökin fóru þá lýðræðislegu leið að gera könnun meðal félagsmanna sinna. Í ljós kom að stuðningur við dánaraðstoð var mun meiri í öllum félögunum en forsvarsmenn félaganna höfðu talið. Royal College of Physicians (RCP) framkvæmdi könnun meðal sinna félaga árið 2019 og voru 31% lækna fylgjandi dánaraðstoð og 43% andvígir. Félagið, sem samanstendur af sérfræðingum á ýmsum sviðum, þar á meðal hjarta-, lungna- og meltingarlæknum, telur um 40.000 meðlimi. Forysta félagsins taldi þó ekki rétt að færa sig frá andstöðu við dánaraðstoð fyrr en stuðningur næði 60%, jafnvel þó að ekki væri meirihluti á móti. Royal College of General Practitioners (RCGP), félag heimilislækna með um 54.000 meðlimi, framkvæmdi könnun sama ár. Þar reyndust 40% vera fylgjandi dánaraðstoð og 47% andvígir. Félagið hélt þó áfram andstöðu sinni, en í mars 2025 tók RCGP upp hlutlausa afstöðu til málsins. British Medical Association (BNA), langfjölmennasta læknafélag Bretlands með um 195.000 meðlimi, framkvæmdi könnunárið 2020. Niðurstöður sýndu að 50% voru fylgjandi dánaraðstoð en 39% andvígir. Í kjölfarið ákvað BMA að hætta formlegri andstöðu við dánaraðstoð og taka upp hlutlausa afstöðu. Royal College of Surgeons (RCS) framkvæmdi könnun árið 2023 þar sem 52% voru hlynntir dánaraðstoð en 25% andvígir. Enn fremur töldu 72% þátttakenda að félagið ætti að láta af andstöðu við andstöðu og taka upp hlutlausa afstöðu – sem það og gerði. Um 40.000 skurðlæknar eru í félaginu. The Royal College of Nursing (RCN), sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og stuðningsaðilum við hjúkrun, hefur haft hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar síðan 2009. Velta má fyrir sér ástæðum þess en hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru sjálfsagt í meiri nánd við sjúklinga en læknar. Í atkvæðagreiðslu á ársþingi félagsins árið 2022 var staðfest að þessi hlutlausa afstaða skyldi haldast, með það að markmiði að veita félagsmönnum stuðning og upplýsingar á grundvelli þróunar málsins. Félagar í RCN eru um 500.000 talsins. Á meðan á Íslandi – málþing en EKKI könnun Læknafélag Íslands stóðst ekki gagnrýnina árin 2023-24 og ákvað að standa fyrir málþingi á vormánuðum 2024 sem einungis var ætlað læknum. Ekki fer mörgum sögum af því nema að það hafi verið uppbyggilegt og ánægjulegt að félagsmenn hafi fengið vettvang til umræðu. Hins vegar hefur gagnrýni á forystu félagsins farið vaxandi innan raða félagsmanna. Þrátt fyrir að LÍ hafi gagnrýnt bæði könnunina sem birt var í BS-ritgerð Brynhildar K. Ásgeirsdóttur árið 2021 og könnun heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 fyrir að vera ómarktækar, hefur félagið hvorki sýnt vilja til að feta í fótspor hinna æruverðugu félaga lækna í Breska heimsveldinu og kanna afstöðu sinna eigin félagsmanna né nýtt tækifærið til að efla umræðu með gagnsæjum og lýðræðislegum hætti. Í ljósi niðurstaðna úr tveimur sjálfstæðum könnunum, sem sýna greinilegan meirihlutastuðning lækna við dánaraðstoð, og afstöðu forystu Læknafélags Íslands, má því miður enn halda því fram að félagið virði ekki meirihlutasjónarmið félagsmanna sinna. Höfundur er s tjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun