Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Árni Sæberg skrifar 27. mars 2025 15:32 Nú má notaflugbrautina sem liggur í austur og vestur á Reykjavíkurflugvelli á ný. Vísir/Arnar Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun. Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira