„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Hinrik Wöhler skrifar 26. mars 2025 22:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leyfir sér að fagna í kvöld áður en undirbúningur fyrir úrslitakeppnina hefst. Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. „Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl. FH Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl.
FH Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira