Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 13:00 Hermenn fyrir utan forsetahöllina í Khartoum. AP/Her Súdan Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu. Súdan Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu.
Súdan Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent