Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2025 13:47 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er einn helsti sérfræðingur Íslands í hamingjurannsóknum. Rannsókn bendir til þess að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi og því fylgir aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Ísland deilir öðru til þriðja sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Auðveld leið til félagslegra tengsla og áhrif á eigin líf skipta sköpum. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 20. mars sem Alþjóðlega hamingjudaginn. Af því tilefni standa embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ fyrir málþingi í hátíðarsal HÍ kl. 13-16. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá landlæknisembættinu og sérfræðingur í hamingjurannsóknum, segir að lykilinn að hamingju Íslendinga sé meðal annars hversu auðvelt við eigum með að rækta félagsleg tengsl og einnig hvernig við getum haft áhrif á okkar á eigið líf. Hún verður ásamt Höllu Tómasdóttur með arinspjall á málþinginu um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar ræddi Dóra um málþingið og nýútkoma alþjóðlega hamingjuskýrslu á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en þar deilir Ísland 2-3. sætinu með Danmörku þó finna megi niðursveiflu í ákveðnum þáttum. „Við höfum tekið þessa hefð að halda Alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan með málþingi, þarna munum við fara yfir hvað það er sem hefur áhrif á hamingju og hvað skipti máli. Við erum svo heppin að hafa forseta Íslands með okkur sem ætlar líka að fara í spjall um samkennd og kærleika og riddara kærleikans,“ segir Dóra Guðrún. „Við erum að sjá það að hamingja Íslendinga hefur farið aðeins dvínandi þó við séum að skora hátt í alþjóðlegum samanburði. Við erum núna í 2.-3. sæti með Danmörku en Vesturlönd eru engu að síður að dvína í hamingju ef við getum sagt svo að helsta orsökin fyrir því er skortur á félagslegum tengslum.“ Þau séu afar mikilvæg. „Það er svona þáttur sem spáir mest fyrir um hamingju. Þannig að við erum svolítið að skoða hvernig getum við eflt umræðu um þetta í samfélaginu. Hvernig getum við gefið meira af okkur, tekið meira þátt í samfélaginu og þar eru svona riddarar kærleikans líka svona nálgun sem getur hjálpað til að tengja okur saman, sjá það jákvæða og lyfta því upp. Láta gott af okkur leiða. Sem mun veita okkur meiri hamingju.“ Dvínandi hamingju í vestrænum samfélögum megi einna helst rekja til líðan ungs fólks. „Fyrsta og mest áberanda skýringin er aukinn einmanaleiki og skortur á félagslegum tenglsum og þess vegna erum við að leggja þessa áherslu á mikilvægi félagslegra tengsla, samkennd og kærleika á málþinginu í dag.“ Að Ísland vermi eitt toppsæta listans megi rekja til þess að Íslendingar eigi auðvelt með að rækta félagsleg tengsl. „Við erum lítið samfélag og það er auðvelt fyrir okkur að vera í sambandi við fólk sem okkur langar að vera í sambandi við. Það eru ekki fjarlægðir allavega sem koma í veg fyrir það. Við erum friðsamasta land í heimi, það er hátt traust hérna. Það kemur líka fram þarna að við skorum hátt í því að geta haft áhrif og eitthvað að segja um okkar eigið líf. Hér geta langflestir sem vilja farið í nám, það er ekki fyrir fáa útvalda, við erum ekki með þannig gjöld að það sé algjörlega hindrandi. Við erum með styrktarkerfi og við erum með velferðarsamfélag sem styður við þá sem minna mega sín og við þurfum líka að styrkja það enn frekar. Við höfum alla burði til þess að geta búið öllum gott líf og það skiptir máli að í sjálfu sér er það mikilvægast að allir geti eignast hamingjuríkt og gott líf.“ Þá bendir Dóra á nýlega breska rannsókn sem bendir til þess að þegar þjóðir fari að falla niður um sæti á listanum yfir hamingjusömustu þjóðirnar aukist kostnaður heilbrigðsikerfisins gríðarlega. Háskólar Geðheilbrigði Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 20. mars sem Alþjóðlega hamingjudaginn. Af því tilefni standa embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ fyrir málþingi í hátíðarsal HÍ kl. 13-16. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá landlæknisembættinu og sérfræðingur í hamingjurannsóknum, segir að lykilinn að hamingju Íslendinga sé meðal annars hversu auðvelt við eigum með að rækta félagsleg tengsl og einnig hvernig við getum haft áhrif á okkar á eigið líf. Hún verður ásamt Höllu Tómasdóttur með arinspjall á málþinginu um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar ræddi Dóra um málþingið og nýútkoma alþjóðlega hamingjuskýrslu á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en þar deilir Ísland 2-3. sætinu með Danmörku þó finna megi niðursveiflu í ákveðnum þáttum. „Við höfum tekið þessa hefð að halda Alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan með málþingi, þarna munum við fara yfir hvað það er sem hefur áhrif á hamingju og hvað skipti máli. Við erum svo heppin að hafa forseta Íslands með okkur sem ætlar líka að fara í spjall um samkennd og kærleika og riddara kærleikans,“ segir Dóra Guðrún. „Við erum að sjá það að hamingja Íslendinga hefur farið aðeins dvínandi þó við séum að skora hátt í alþjóðlegum samanburði. Við erum núna í 2.-3. sæti með Danmörku en Vesturlönd eru engu að síður að dvína í hamingju ef við getum sagt svo að helsta orsökin fyrir því er skortur á félagslegum tengslum.“ Þau séu afar mikilvæg. „Það er svona þáttur sem spáir mest fyrir um hamingju. Þannig að við erum svolítið að skoða hvernig getum við eflt umræðu um þetta í samfélaginu. Hvernig getum við gefið meira af okkur, tekið meira þátt í samfélaginu og þar eru svona riddarar kærleikans líka svona nálgun sem getur hjálpað til að tengja okur saman, sjá það jákvæða og lyfta því upp. Láta gott af okkur leiða. Sem mun veita okkur meiri hamingju.“ Dvínandi hamingju í vestrænum samfélögum megi einna helst rekja til líðan ungs fólks. „Fyrsta og mest áberanda skýringin er aukinn einmanaleiki og skortur á félagslegum tenglsum og þess vegna erum við að leggja þessa áherslu á mikilvægi félagslegra tengsla, samkennd og kærleika á málþinginu í dag.“ Að Ísland vermi eitt toppsæta listans megi rekja til þess að Íslendingar eigi auðvelt með að rækta félagsleg tengsl. „Við erum lítið samfélag og það er auðvelt fyrir okkur að vera í sambandi við fólk sem okkur langar að vera í sambandi við. Það eru ekki fjarlægðir allavega sem koma í veg fyrir það. Við erum friðsamasta land í heimi, það er hátt traust hérna. Það kemur líka fram þarna að við skorum hátt í því að geta haft áhrif og eitthvað að segja um okkar eigið líf. Hér geta langflestir sem vilja farið í nám, það er ekki fyrir fáa útvalda, við erum ekki með þannig gjöld að það sé algjörlega hindrandi. Við erum með styrktarkerfi og við erum með velferðarsamfélag sem styður við þá sem minna mega sín og við þurfum líka að styrkja það enn frekar. Við höfum alla burði til þess að geta búið öllum gott líf og það skiptir máli að í sjálfu sér er það mikilvægast að allir geti eignast hamingjuríkt og gott líf.“ Þá bendir Dóra á nýlega breska rannsókn sem bendir til þess að þegar þjóðir fari að falla niður um sæti á listanum yfir hamingjusömustu þjóðirnar aukist kostnaður heilbrigðsikerfisins gríðarlega.
Háskólar Geðheilbrigði Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira