Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 18. mars 2025 21:02 Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar