Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 07:31 Halldór B. Jónsson var Framari í húð og hár og hélt áfram að styðja við sitt félag þegar hann féll frá í fyrra. Samsett/Fram/Diego Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum.
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31