Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve og Daníel Thor Myer skrifa 15. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun