Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:42 Lionel Messi skoraði úr vítinu og endaði kvöldið á því að lyfta heimsbikarnum eftirsótta í fyrsta sinn. AP/Petr David Josek/Ariel Schalit Besti dagurinn í lífi argentínska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi hefði kannski endað allt öðruvísi ef sömu dómarar hefðu verið í VAR-herberginu og á Meistaradeildarleik Atlético Madrid og Real Madrid í vikunni. Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit) HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit)
HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira