Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 06:32 Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, sést hér fyrir framan líkan af nýja Manchester United leikvanginum og umhverfi hans. @ManUtd Omar Berrada, framkvæmdastjóri Manchester United, fer ekkert í felur með það að sú ákvörðun félagsins að byggja nýjan stórglæsilegan leikvang gæti haft talsverð áhrif á rekstur félagsins á næstu árum. Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira