Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar 10. mars 2025 13:33 Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun