Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 09:31 Heimir Hallgrímsson er á leið í Þjóðadeildarumspil gegn Búlgaríu síðar í þessum mánuði. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira