„Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2025 07:03 Þorsteinn Jónsson er einn þeirra sem rætt er við í þættinum en hann var vélstjóri á Sæbjörgu. Stöð 2 Fjórtán menn komust í stórkostlega lífshættu árið 1984 þegar Sæbjörg VE frá Vestmannaeyjum varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði. „Munnvatnskirtlarnir í mér hættu að starfa – ég varð svo hræddur,“ segir Þorsteinn Árnason 2. vélstjóri sem var einn skipbrotsmannanna. Þetta kemur fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað „Maður hugsaði heim til aðstandenda, konu og fjögurra ára sonar. Þetta leit hrikalega út,“ segir Óskar Pétur Friðriksson sem var háseti á Sæbjörginni. Útgerðarmaður skipsins, Theodór Ólafsson vélstjóri var hér að lenda í sínum fjórða skipskaða á ævinni. Björgunarmaður lagði líf sitt í hættu Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörgina var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Þegar áhöfn Sæbjargar var að skjóta línu í land til að hægt yrði að koma upp björgunarstól, stóð Guðlaugur Vilhjálmsson, 29 ára félagi í Björgunarsveit Hornafjarðar, reiðubúinn að henda sér út í brimið til að ná endanum. Hann lagði líf sitt í hættu: „Þegar skipbrotsmennirnir skutu í þriðja skiptið sá ég að línan lenti í klettunum í skerinu en spottinn var í sjó. Það voru 100 metrar í endann. Ég hljóp af stað.“ Nú kom stór og þung alda, tugir tonna, og var að kaffæra skerið þar sem Guðlaugur var. En hann var harðákveðinn í að ná endanum. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði.Stöð 2 „Ég vissi hvar hann var, lokaði augunum og skutlaði mér á kaf í ölduna. Þó að ég sæi ekki neitt þegar ég var kominn á kaf tókst mér að fálma mig eftir línunni og ná endanum. Fötin mín fylltust öll af sandi, sjórinn smaug alls staðar inn á mig og fór líka í augun.“ Útkall Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Áhöfn Sæbjargar VE bjargað „Maður hugsaði heim til aðstandenda, konu og fjögurra ára sonar. Þetta leit hrikalega út,“ segir Óskar Pétur Friðriksson sem var háseti á Sæbjörginni. Útgerðarmaður skipsins, Theodór Ólafsson vélstjóri var hér að lenda í sínum fjórða skipskaða á ævinni. Björgunarmaður lagði líf sitt í hættu Björgunarsveitarmönnum leist ekki á blikuna þegar þeir komu á vettvang og sáu að Sæbjörgina var að reka upp í klettana í haugabrimi. Þegar Sæbjörgin strandaði svo á skeri hentist skipið til og frá þannig að menn stóðu vart í fæturna. Þegar áhöfn Sæbjargar var að skjóta línu í land til að hægt yrði að koma upp björgunarstól, stóð Guðlaugur Vilhjálmsson, 29 ára félagi í Björgunarsveit Hornafjarðar, reiðubúinn að henda sér út í brimið til að ná endanum. Hann lagði líf sitt í hættu: „Þegar skipbrotsmennirnir skutu í þriðja skiptið sá ég að línan lenti í klettunum í skerinu en spottinn var í sjó. Það voru 100 metrar í endann. Ég hljóp af stað.“ Nú kom stór og þung alda, tugir tonna, og var að kaffæra skerið þar sem Guðlaugur var. En hann var harðákveðinn í að ná endanum. Báturinn nálgaðist hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandaði.Stöð 2 „Ég vissi hvar hann var, lokaði augunum og skutlaði mér á kaf í ölduna. Þó að ég sæi ekki neitt þegar ég var kominn á kaf tókst mér að fálma mig eftir línunni og ná endanum. Fötin mín fylltust öll af sandi, sjórinn smaug alls staðar inn á mig og fór líka í augun.“
Útkall Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira