Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar 6. mars 2025 08:30 Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun