Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 06:58 Lin Jian svarar spurningum blaðamanna í vikunni. Getty/Johannes Neudecker Stjórnvöld í Kína segjast munu „berjast til hins síðasta“ við Bandaríkin, hvort sem er í tollastríði eða öðru stríði. Þau segja stjórnvöld vestanhafs hafa misreiknað sig þegar þau ákváðu að hækka tolla á vörur frá Kína. Lin Jian, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í vikunni að stjórnvöld í Kína ráðlegðu Bandaríkjamönnum að hætta að setja sig í hlutverk „bullunar“ og velja þess í stað samtal og samvinnu. Ummælum talsmannsins um tollastríð „eða annað stríð“ var deilt á samfélagsmiðlum af sendiráði Kína í Bandaríkjunum. If the U.S. truly wants to solve the #fentanyl issue, then the right thing to do is to consult with China by treating each other as equals.If war is what the U.S. wants, be it a tariff war, a trade war or any other type of war, we’re ready to fight till the end. https://t.co/crPhO02fFE— Chinese Embassy in US (@ChineseEmbinUS) March 5, 2025 Lin var spurður út í það í gær hvað hann hefði átt við þegar hann talaði um mögulegt „annað stríð“ og svaraði þá að ef Bandaríkjamenn hefðu annað í huga en samvinnu og væru staðráðnir í að ganga gegn hagsmunum Kína, þá myndu Kínverjar berjast til hins síðasta. Talsmaðurinn sagði allt tal um tolla sem refsiaðgerðir fyrir innflutning fentanyls til Bandaríkjanna fyrirslátt. Kínverjar hafa brugðist við tollum Bandaríkjastjórnar með því að leggja allt að fimmtán prósent toll á ýmsar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Guardian greindi frá. Kína Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira
Lin Jian, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í vikunni að stjórnvöld í Kína ráðlegðu Bandaríkjamönnum að hætta að setja sig í hlutverk „bullunar“ og velja þess í stað samtal og samvinnu. Ummælum talsmannsins um tollastríð „eða annað stríð“ var deilt á samfélagsmiðlum af sendiráði Kína í Bandaríkjunum. If the U.S. truly wants to solve the #fentanyl issue, then the right thing to do is to consult with China by treating each other as equals.If war is what the U.S. wants, be it a tariff war, a trade war or any other type of war, we’re ready to fight till the end. https://t.co/crPhO02fFE— Chinese Embassy in US (@ChineseEmbinUS) March 5, 2025 Lin var spurður út í það í gær hvað hann hefði átt við þegar hann talaði um mögulegt „annað stríð“ og svaraði þá að ef Bandaríkjamenn hefðu annað í huga en samvinnu og væru staðráðnir í að ganga gegn hagsmunum Kína, þá myndu Kínverjar berjast til hins síðasta. Talsmaðurinn sagði allt tal um tolla sem refsiaðgerðir fyrir innflutning fentanyls til Bandaríkjanna fyrirslátt. Kínverjar hafa brugðist við tollum Bandaríkjastjórnar með því að leggja allt að fimmtán prósent toll á ýmsar landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Guardian greindi frá.
Kína Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira