Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar 5. mars 2025 15:30 Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun