„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 10:28 Grímur Gíslason segist telja að stuðningur í Eyjum við Áslaugu Örnu hafa verið svipaðan og á landsvísu, rétt eins og stuðningur við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Vísir Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Sjá meira
Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Sjá meira
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54