Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun