Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 14:48 Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun