Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti