Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við. Vísir/Vilhelm Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“ Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“
Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35