Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun