Afstaða Íslands skýr Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. febrúar 2025 18:35 Kristrún Frostadóttir fundaði með öðrum ráðamönnum Evrópu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
„Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira