„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 13. febrúar 2025 21:47 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Haukanna sem eru í mjög erfiðri stöðu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn. „Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira
„Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira