„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. Vísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira