„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:44 Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur í kvöld Facebook/Keflavík karfa Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. „Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
„Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn