Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar 6. febrúar 2025 18:01 Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar