„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 15:39 Trey fékk brak í höfuðið úr sjúkraflugvélinni sem hrapaði til jarðar í Fíladelfíu á föstudag. Hann er nú að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Facebook/AP Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025 Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025
Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira