460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skipaflutningar Neytendur Eimskip Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun