Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2025 13:00 Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun