FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 14:50 Framarar þurfa að greiða úr sínum málum til þess að félagaskiptabanni verði aflétt, en það ætti að geta gengið hratt fyrir sig. vísir/Diego FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega. Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega.
Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira