Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 07:02 Það er einfaldlega beðið eftir því að Marcus Rashford skipti um félag. Ash Donelon/Getty Images Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set. Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set.
Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti