85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun