Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 13:04 Cheney, Milley og Fauci eru meðal þeirra sem Biden hefur náðað fyrirfram en óvinalisti Trump telur fjölda nafna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira