Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 15:21 Ljóst er að ýmsir eru þeirrar skoðunar að ekki sé sæmilegt fyrir HSÍ að þeir leyfi Rapyd að vera áberandi styrktaraðilar íslenska handknattleikslandsliðsins. aðsend Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð! Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá. HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá.
HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25