Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar 15. janúar 2025 12:00 Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar