Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 11:24 Klara Sveinsdóttir hefur starfað hjá kerecis frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum. Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara. Líftækni Vistaskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Í tilkynningu frá Arterna Biosciences kemur fram að hjá Kerecis hafi Klara meðal annars gegnt framkvæmdastjórastöðum, verið ábyrg fyrir sölu og viðskiptaþróun í Evrópu og Asíu, gæða- og skráningarmálum og framleiðslu og vöruþróun félagsins. Klara starfaði áður hjá Icepharma og Actavis og býr að áralangri reynslu í lyfjageiranum. Hún er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Klara býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á markaðssetningu líftækniafurða og þeim þróunarferlum sem ung líftæknifyrirtæki vinna eftir. Við hjá Arterna erum mjög spennt að fá Klöru í þetta hlutverk og hlökkum til að vinna með henni að framtíðarverkefnum félagsins“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, einn stofnenda Arterna Biosciences. Auk Margrétar Helgu, eru Eiríkur Steingrímsson og Steingrímur Stefánsson stofnendur fyrirtækisins. Mikil framþróun Í tilkynningunni segir að Arterna Biosciences hafi verið stofnað árið 2021 og þróað nýjar lausnir til þess að bæta gæði RNA í framleiðslu. Gæði RNA séu lykilatriði þegar komi að virkni RNA lyfja og rannsókna sem byggja á líffræði RNA. „Undanfarin ár hefur orðið mikil framþróun í nýrri tækni sem gerir kleift að nýta RNA sameindir sem lyfjaform. Bóluefni hafa verið þróuð og samþykkt sem RNA lyf. Verið er að þróa RNA meðferðarmöguleika við margvíslegum sjúkdómum svo sem krabbameinum. Mörg lyfjamörk eru í þróun og viðbúið að bylting verði á þessu sviði á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægt að koma á markað sem fyrst Haft er eftir Klöru að hún sé gríðarlega spennt fyrir þeim nýjungum sem Arterna hafi þróað og telji afar mikilvægt að koma þeim á markað sem fyrst. „Vörurnar eru einkum miðaðar að RNA lyfjaframleiðslu en ná einnig til líftæknifyrirtækja og rannsóknastofnana. Áhersla fyrirtækisins á að bæta gæði RNA lyfja er mikilvæg þegar fjölmörg RNA lyf eru í þróun á heimsvísu og því eru spennandi tímar framundan,“ segir Klara.
Líftækni Vistaskipti Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira