Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. janúar 2025 06:57 Framan af gekk erfiðlega að ná tökum á eldunum og fjöldi hefur misst heimili sín. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag. Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15
Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03