Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar 11. janúar 2025 13:33 Nú tökum nýju ríkisstjórnina á orðinu og styðjum hana til góðra verka. Í stefnu hennar má sjá margt jákvætt um auðlindir og umhverfismál. Það verður erfitt fyrir nýju stjórnina að ná þessu fram, en það er engin afsökun - því erindin eru ákaflega brýn. Hér þarf einbeitta pólitíska sýn og samfélagsvitund í mikilli tímaþröng. Lítum á helstu mál með úrklippum úr sáttmálanum: … mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld… Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign. Frábært. En. Sjálfbær nýting þarf að þýða það í reynd. Sjálfbærni er líklega misnotaðasta hugtak í almennri umræðu í dag og látið gilda um nánast hvaða dyggðaskreytingu sem er. Vistkerfanálgun (e.ecosystems approach) þar sem hún á við er dæmi um viðurkennda aðferð sem hægt er að innleiða. Raunveruleg auðlindastefna um sjálfbæra nýtingu ásamt stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign væri í raun stórpólitískt afrek. Stjórnin getur treyst því að hún hefur yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér í þessu efni eins og marg oft hefur komið fram, svo sem í þjóðaratkvæðagreiðslu um áherslur í nýja stjórnarskrá árið 2012. (Sú spurning sem flestir svöruðu með jái var spurning um náttúruauðlindir í þjóðareign, alls 84.760). Sama niðurstaða hefur fengist ítrekað í könnunum. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land… Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar… Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda. Þetta er mjög gott. Maður skilur þá vonandi réttilega að ,,verðmætasköpun” muni byggja t.d. á raunverulega sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda eins og fyrr er sagt. Æ betur kemur í ljós hve vindorkunýting felur í sér margar hættur og skoða þarf það mál mjög vel. Vindorka getur átt rétt á sér, en þarf að vera á samfélagslegum forsendum eins og við höfum borið gæfu til að byggja upp hitaveitur og opinber orkufyrirtæki til hagsbóta fyrir land og lýð. Forgangur almennra notenda á orku til samfélagsþarfa ætti svo að vera með fyrstu málum á nýju Þingi. Þetta eru góð stefnumið til að koma í veg fyrir umsátursástand um orkuna í landinu eins og stefnir í og þarf sterk bein til að standa á móti Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Leiðrétting: Ísland er ekki í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. (Sjá mælaborð himinnoghaf.is) Losun á hvern íbúa er mjög mikil á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn ætlaði einnig að ná kolefnishlutleysi eftir 15 ár frá deginum í dag að telja svo ætla má að pólitísk samstaða sé um málið. En hvað þýðir ,,kolefnishlutleysi” og hvers vegna miðar svo hægt sem raun ber vitni? Loftslagsráð er algjörleg skýrt í sínum ábendingum: ,,…loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegna stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki. Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni.” Einhvern tíman hefði svona brýning verið tilefni til stjórnsýsluúttektar og stöðutöku þar sem horfst er í augu við hve lítið miðar. Er slíkt raunveruleikamat ekki einmitt ágæt byrjun fyrir nýja stjórn? Hver er árangurinn af starfi Grænvangs, samráðsvettvangs stjórnvalda og fyrirtækjanna, í magnbundnum og tímasettum afurðum? Á heimasíðu Grænvangs segir: ,,Ríkisstjórn Íslands (innskot: fráfarandi) hefur skuldbundið sig til að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda um 55% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.” Þar kemur líka fram að ,,betur má ef duga skal”. Nú verða fyrirtækin í landinu að leggja sitt af mörkum (eins og mörg hafa áhuga á). Stærstu 20 fyrirtækin losa 4,3 milljónir tonna af CO2, en losun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda er 2,8 milljónir tonna (Hellnasker hugveita). Þarf kannski að skerpa verulega á vinnulagi verkefnisstjórnar fyrir loftslagsáætlun? Við erum að tala um næstu fimm ár! Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Prýðilegt. Nema að ,,ýta undir” er ekki nægilega metnaðarfullt í ljósi þess að landið á að ná kolefnishlutleysi 2040. Það markmið er óraunhæft miðað við núverandi framgang og nægir að benda á mjög alvarlega brýningu Loftslagsráðs til framboðanna fyrir kosningar. Fyrir utan að ,,kolefnishlutleysi” þarf nánari skýringa við eins og formaður Landverndar benti á í viðtali á Morgunvakt rásar 1. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni. Þetta eru frábær tíðindi. Líklega í fyrsta sinn sem líffræðileg fjölbreytni ratar inn í stjórnarsáttmála á Íslandi. Það er engin leið að lesa þessa stefnubreytingu öðruvísi en að standa eigi við fyrirheit alþjóða samfélagsins frá 2021 um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika með mælanlegum markmiðum fyrir árið 2030. (e. Global Biodiversity Framework). Aðgerðir til að vernda hafsvæði eru nýmæli í íslenskum stjórnmálum, en fyrir liggja greiningar um þau mál og hægt að hefjast handa. Mjög gott framtak. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum. Að ,,sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki” er ekki boðlegt orðalag. Hefði verið framsækið fyrir 30 árum, en ekki lengur. Neikvæð áhrif á lífríki geta ekki verið viðskiptamódel áfram. Krafan í dag eru um vistkerfanálgun (e. ecosystems approach) sem verndar vistkerfi og stuðlar að endurheimt þar sem skaði er skeður. Fella þarf allt lagareldi undir þá nálgun strax og stöðva frekari útþenslu sjókvíaeldis á norskum eldislaxi (ágeng framandi tegund í íslenskri náttúru) þar til allar varúðarráðstafanir eru fullkomlega í höfn. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og þjóðin býr að ótrúlegum auðæfum í náttúrunni. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gefa afslátt af náttúruvernd? Eða dýravelferð? Við eigum bara að miða við það besta sem þekkist í heiminum og binda í lög. Norska sjókvíaeldið verður að standa undir því eins og allir aðrir í samræmi við ,,sjálfbæra auðlindastefnu”. Góðar fréttir í stjórnarsáttmála Í heildina er umfjöllun um náttúruna og umhverfismál efnismikil í stjórnarsáttmála og stórtíðindi kynnt. Að því gefnu auðvitað að stjórnarflokkarnir ætli sér að standa við fyrirheitin. Allt eru þetta mál sem reikna má með að almenningur styðji að stórum hluta. Einnig má telja víst að félagasamtök náttúruvina og umhverfisverndarsinna ásamt þar til bærum stofnunum og fyrirtækjum muni hafa ríkan samstarfsvilja. Þessi mál eru mörg samtvinnuð og þurfa víðtækt samfélagslegt samráð, sem þarf að skipuleggja undir talsverðri tímapressu. Varnaðarorð Að lokum þetta, og það á ekki bara við um núverandi stjórn. Getur verið að stjórnmálamenn okkar hafi vanmetið stærð og umfang verkefnsins? Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Samdrátt í losun um 41-55% fyrir 2030? Vernd hafsvæða og lands fyrir 2030? Ef þetta gengi eftir væri um hreina umbyltingu að ræða. Mjög jákvæða og framsækna to til hagsbóta fyrir land og lýð. En þetta er gríðarleg áskorun. Dæmi: Úr því að við höfu ekki enn rafvætt samgöngur á landi hafandi allt sem til þarf í höndunum, hvernig ætlum við þá að áorka öllu hinu? Þetta er stærsta einstaka verkefni Íslands í lýðveldissögunni. Eitt kjörtímabil er fljótt að líða. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifaði bókina Heimurinn eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stefán Jón Hafstein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú tökum nýju ríkisstjórnina á orðinu og styðjum hana til góðra verka. Í stefnu hennar má sjá margt jákvætt um auðlindir og umhverfismál. Það verður erfitt fyrir nýju stjórnina að ná þessu fram, en það er engin afsökun - því erindin eru ákaflega brýn. Hér þarf einbeitta pólitíska sýn og samfélagsvitund í mikilli tímaþröng. Lítum á helstu mál með úrklippum úr sáttmálanum: … mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld… Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign. Frábært. En. Sjálfbær nýting þarf að þýða það í reynd. Sjálfbærni er líklega misnotaðasta hugtak í almennri umræðu í dag og látið gilda um nánast hvaða dyggðaskreytingu sem er. Vistkerfanálgun (e.ecosystems approach) þar sem hún á við er dæmi um viðurkennda aðferð sem hægt er að innleiða. Raunveruleg auðlindastefna um sjálfbæra nýtingu ásamt stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign væri í raun stórpólitískt afrek. Stjórnin getur treyst því að hún hefur yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér í þessu efni eins og marg oft hefur komið fram, svo sem í þjóðaratkvæðagreiðslu um áherslur í nýja stjórnarskrá árið 2012. (Sú spurning sem flestir svöruðu með jái var spurning um náttúruauðlindir í þjóðareign, alls 84.760). Sama niðurstaða hefur fengist ítrekað í könnunum. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land… Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar… Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda. Þetta er mjög gott. Maður skilur þá vonandi réttilega að ,,verðmætasköpun” muni byggja t.d. á raunverulega sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda eins og fyrr er sagt. Æ betur kemur í ljós hve vindorkunýting felur í sér margar hættur og skoða þarf það mál mjög vel. Vindorka getur átt rétt á sér, en þarf að vera á samfélagslegum forsendum eins og við höfum borið gæfu til að byggja upp hitaveitur og opinber orkufyrirtæki til hagsbóta fyrir land og lýð. Forgangur almennra notenda á orku til samfélagsþarfa ætti svo að vera með fyrstu málum á nýju Þingi. Þetta eru góð stefnumið til að koma í veg fyrir umsátursástand um orkuna í landinu eins og stefnir í og þarf sterk bein til að standa á móti Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Leiðrétting: Ísland er ekki í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. (Sjá mælaborð himinnoghaf.is) Losun á hvern íbúa er mjög mikil á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn ætlaði einnig að ná kolefnishlutleysi eftir 15 ár frá deginum í dag að telja svo ætla má að pólitísk samstaða sé um málið. En hvað þýðir ,,kolefnishlutleysi” og hvers vegna miðar svo hægt sem raun ber vitni? Loftslagsráð er algjörleg skýrt í sínum ábendingum: ,,…loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegna stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki. Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni.” Einhvern tíman hefði svona brýning verið tilefni til stjórnsýsluúttektar og stöðutöku þar sem horfst er í augu við hve lítið miðar. Er slíkt raunveruleikamat ekki einmitt ágæt byrjun fyrir nýja stjórn? Hver er árangurinn af starfi Grænvangs, samráðsvettvangs stjórnvalda og fyrirtækjanna, í magnbundnum og tímasettum afurðum? Á heimasíðu Grænvangs segir: ,,Ríkisstjórn Íslands (innskot: fráfarandi) hefur skuldbundið sig til að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda um 55% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.” Þar kemur líka fram að ,,betur má ef duga skal”. Nú verða fyrirtækin í landinu að leggja sitt af mörkum (eins og mörg hafa áhuga á). Stærstu 20 fyrirtækin losa 4,3 milljónir tonna af CO2, en losun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda er 2,8 milljónir tonna (Hellnasker hugveita). Þarf kannski að skerpa verulega á vinnulagi verkefnisstjórnar fyrir loftslagsáætlun? Við erum að tala um næstu fimm ár! Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Prýðilegt. Nema að ,,ýta undir” er ekki nægilega metnaðarfullt í ljósi þess að landið á að ná kolefnishlutleysi 2040. Það markmið er óraunhæft miðað við núverandi framgang og nægir að benda á mjög alvarlega brýningu Loftslagsráðs til framboðanna fyrir kosningar. Fyrir utan að ,,kolefnishlutleysi” þarf nánari skýringa við eins og formaður Landverndar benti á í viðtali á Morgunvakt rásar 1. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni. Þetta eru frábær tíðindi. Líklega í fyrsta sinn sem líffræðileg fjölbreytni ratar inn í stjórnarsáttmála á Íslandi. Það er engin leið að lesa þessa stefnubreytingu öðruvísi en að standa eigi við fyrirheit alþjóða samfélagsins frá 2021 um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika með mælanlegum markmiðum fyrir árið 2030. (e. Global Biodiversity Framework). Aðgerðir til að vernda hafsvæði eru nýmæli í íslenskum stjórnmálum, en fyrir liggja greiningar um þau mál og hægt að hefjast handa. Mjög gott framtak. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum. Að ,,sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki” er ekki boðlegt orðalag. Hefði verið framsækið fyrir 30 árum, en ekki lengur. Neikvæð áhrif á lífríki geta ekki verið viðskiptamódel áfram. Krafan í dag eru um vistkerfanálgun (e. ecosystems approach) sem verndar vistkerfi og stuðlar að endurheimt þar sem skaði er skeður. Fella þarf allt lagareldi undir þá nálgun strax og stöðva frekari útþenslu sjókvíaeldis á norskum eldislaxi (ágeng framandi tegund í íslenskri náttúru) þar til allar varúðarráðstafanir eru fullkomlega í höfn. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og þjóðin býr að ótrúlegum auðæfum í náttúrunni. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gefa afslátt af náttúruvernd? Eða dýravelferð? Við eigum bara að miða við það besta sem þekkist í heiminum og binda í lög. Norska sjókvíaeldið verður að standa undir því eins og allir aðrir í samræmi við ,,sjálfbæra auðlindastefnu”. Góðar fréttir í stjórnarsáttmála Í heildina er umfjöllun um náttúruna og umhverfismál efnismikil í stjórnarsáttmála og stórtíðindi kynnt. Að því gefnu auðvitað að stjórnarflokkarnir ætli sér að standa við fyrirheitin. Allt eru þetta mál sem reikna má með að almenningur styðji að stórum hluta. Einnig má telja víst að félagasamtök náttúruvina og umhverfisverndarsinna ásamt þar til bærum stofnunum og fyrirtækjum muni hafa ríkan samstarfsvilja. Þessi mál eru mörg samtvinnuð og þurfa víðtækt samfélagslegt samráð, sem þarf að skipuleggja undir talsverðri tímapressu. Varnaðarorð Að lokum þetta, og það á ekki bara við um núverandi stjórn. Getur verið að stjórnmálamenn okkar hafi vanmetið stærð og umfang verkefnsins? Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Samdrátt í losun um 41-55% fyrir 2030? Vernd hafsvæða og lands fyrir 2030? Ef þetta gengi eftir væri um hreina umbyltingu að ræða. Mjög jákvæða og framsækna to til hagsbóta fyrir land og lýð. En þetta er gríðarleg áskorun. Dæmi: Úr því að við höfu ekki enn rafvætt samgöngur á landi hafandi allt sem til þarf í höndunum, hvernig ætlum við þá að áorka öllu hinu? Þetta er stærsta einstaka verkefni Íslands í lýðveldissögunni. Eitt kjörtímabil er fljótt að líða. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifaði bókina Heimurinn eins og hann er.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun