Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:56 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands á tónleikunum sem fóru fram í gær. mynd/Halla Tómasdóttir Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira