Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. janúar 2025 15:01 Nýir kynnar Söngvakeppninnar þau Benedikt Valsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Fannar Sveinsson. Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. Þá kemur þar jafnframt fram að Benedikt Valsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Fannar Sveinsson verði kynnar keppninnar. Selma Björnsdóttir og Thomas Benstem verða svo listrænir stjórnendur. Föstudagskvöldið 17. janúar verður hulunni svipt af lögum og keppendum keppninnar í þætti á RÚV. Í kjölfarið verða öll lögin gefin út á helstu streymisveitum. Miðasala á alla viðburðina hefst þriðjudaginn 21. janúar á tix.is. Tíu lög hafa verið valin til þátttöku og etja kappi í beinni útsendingu þrjú laugardagskvöld í febrúar. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Sex lög í úrslitum Í ár verður nýtt fyrirkomulag í Söngvakeppninni. Í undanúrslitunum keppa fimm lög hvort kvöld þar sem þrjú lög komast áfram eftir símakosningu landsmanna. Það verða því sex lög sem keppa til úrslita en ekki fimm eins og áður þar sem fimmta lagið var svokallað wild card lag sem RÚV valdi í úrslitakvöldið. Undanfarin ár hafa tvö efstu lögin í fyrri kosningunni á úrslitakvöldinu farið í svokallað einvígi þar sem lögin voru flutt aftur og áhorfendur fengu að kjósa á milli laganna í nýrri kosningu. Í ár verður einvígið fellt niður og aðeins ein símakosning almennings stendur yfir allt kvöldið. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningunni. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldsins uppi sem sigurvegari Söngvakeppninnar 2025. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir þessa aðferð vera notaða bæði í forkeppni Svía, Melodifestivalen, og í Eurovision-keppninni sjálfri. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka upp sænsku leiðina með þessu nýja fyrirkomulagi og höfum trú á að úr verði enn meira spennandi keppni, sérstaklega þegar kemur að birtingu úrslitanna en þau verða birt eins og í Eurovision keppninni þar sem áhorfendur sjá stöðu laganna breytast þegar símaatkvæði almennings koma inn“, segir Rúnar Freyr. Söngvakeppnin aftur í Gufunes Söngvakeppnin snýr aftur í kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi þar sem keppnin var haldin árin 2022 og 2023 og verður mikið lagt upp úr sviðssetningu og framkvæmd keppninnar. Þau Thomas Benstem og Selma Björnsdóttir verða listrænir stjórnendur Söngvakeppninnar 2025 eins og áður hefur komið fram. Selmu Björnsdóttur, söng- og leikkonu og leikstjóra, þekkja flestir Íslendingar en hún var einnig í listræna teymi keppninnar í fyrra. Hún hefur leikstýrt sýningum um allan heim, auk þess að hafa unnið að sjónvarpsþáttunum Ísland got talent, Idol og Allir geta dansað. Thomas er leikstjóri, danshöfundur og grafískur hönnuður frá Svíþjóð sem hefur unnið sem leikstjóri í Melodifestivalen, forkeppni Svía í Eurovision, So you think you can dance, MTV music awards, Eurovision-keppninni og fleiri stórum viðburðum í Svíþjóð. Selma Björnsdóttir og Thomas Benstem eru listrænir stjórnendur keppninnar í ár.Ragnar Visage Að auki starfar með þeim danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen. Framleiðslufyrirtækið Luxor sér um sviðshönnun og stjórn útsendingar verður í höndum Þórs Freyssonar og Vilhjálms Siggeirssonar. Stílisti keppninnar verður Sylvía Lovetank og hár og förðun verður í umsjá Hörpu Káradóttur hjá Makeup Studio. Þau Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson og Guðrún Dís Emilsdóttir snúa aftur sem kynnar Söngvakeppninnar í ár. Öll þekkja þau Söngvakeppnina mjög vel auk þess að hafa mikla sjónvarpsreynslu. Benni og Fannar voru síðast kynnar í Söngvakeppninni 2020 og Gunna Dís árið 2016, auk þess að hafa lýst Eurovision keppninni síðastliðið vor. Rúnar Freyr bindur miklar vonir við að keppnin verði glæsileg í ár. „Það verður frábært að fá þau Gunnu Dís, Benna og Fannar aftur á sviðið og svo hlökkum við mikið til að sjá afrakstur leikstjóranna Selmu og Thomas sem hafa af mikilli reynslu að miðla þegar kemur að svona stórum viðburðum. Mestu máli skiptir samt auðvitað að keppnin mun skarta tíu nýjum íslenskum lögum fluttum af afbragðs tónlistarfólki sem verður spennandi að kynna fyrir áhorfendum. Við lofum frábærri skemmtun fyrir alla fjölskylduna," segir Rúnar Freyr. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Þá kemur þar jafnframt fram að Benedikt Valsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Fannar Sveinsson verði kynnar keppninnar. Selma Björnsdóttir og Thomas Benstem verða svo listrænir stjórnendur. Föstudagskvöldið 17. janúar verður hulunni svipt af lögum og keppendum keppninnar í þætti á RÚV. Í kjölfarið verða öll lögin gefin út á helstu streymisveitum. Miðasala á alla viðburðina hefst þriðjudaginn 21. janúar á tix.is. Tíu lög hafa verið valin til þátttöku og etja kappi í beinni útsendingu þrjú laugardagskvöld í febrúar. Fyrri undanúrslitin eru 8. febrúar, seinni undanúrslitin 15. febrúar og úrslitakvöldið þann 22. febrúar þar sem framlag Íslands til Eurovision í Basel í Sviss í maí verður valið. Sex lög í úrslitum Í ár verður nýtt fyrirkomulag í Söngvakeppninni. Í undanúrslitunum keppa fimm lög hvort kvöld þar sem þrjú lög komast áfram eftir símakosningu landsmanna. Það verða því sex lög sem keppa til úrslita en ekki fimm eins og áður þar sem fimmta lagið var svokallað wild card lag sem RÚV valdi í úrslitakvöldið. Undanfarin ár hafa tvö efstu lögin í fyrri kosningunni á úrslitakvöldinu farið í svokallað einvígi þar sem lögin voru flutt aftur og áhorfendur fengu að kjósa á milli laganna í nýrri kosningu. Í ár verður einvígið fellt niður og aðeins ein símakosning almennings stendur yfir allt kvöldið. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningunni. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldsins uppi sem sigurvegari Söngvakeppninnar 2025. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir þessa aðferð vera notaða bæði í forkeppni Svía, Melodifestivalen, og í Eurovision-keppninni sjálfri. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka upp sænsku leiðina með þessu nýja fyrirkomulagi og höfum trú á að úr verði enn meira spennandi keppni, sérstaklega þegar kemur að birtingu úrslitanna en þau verða birt eins og í Eurovision keppninni þar sem áhorfendur sjá stöðu laganna breytast þegar símaatkvæði almennings koma inn“, segir Rúnar Freyr. Söngvakeppnin aftur í Gufunes Söngvakeppnin snýr aftur í kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi þar sem keppnin var haldin árin 2022 og 2023 og verður mikið lagt upp úr sviðssetningu og framkvæmd keppninnar. Þau Thomas Benstem og Selma Björnsdóttir verða listrænir stjórnendur Söngvakeppninnar 2025 eins og áður hefur komið fram. Selmu Björnsdóttur, söng- og leikkonu og leikstjóra, þekkja flestir Íslendingar en hún var einnig í listræna teymi keppninnar í fyrra. Hún hefur leikstýrt sýningum um allan heim, auk þess að hafa unnið að sjónvarpsþáttunum Ísland got talent, Idol og Allir geta dansað. Thomas er leikstjóri, danshöfundur og grafískur hönnuður frá Svíþjóð sem hefur unnið sem leikstjóri í Melodifestivalen, forkeppni Svía í Eurovision, So you think you can dance, MTV music awards, Eurovision-keppninni og fleiri stórum viðburðum í Svíþjóð. Selma Björnsdóttir og Thomas Benstem eru listrænir stjórnendur keppninnar í ár.Ragnar Visage Að auki starfar með þeim danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen. Framleiðslufyrirtækið Luxor sér um sviðshönnun og stjórn útsendingar verður í höndum Þórs Freyssonar og Vilhjálms Siggeirssonar. Stílisti keppninnar verður Sylvía Lovetank og hár og förðun verður í umsjá Hörpu Káradóttur hjá Makeup Studio. Þau Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson og Guðrún Dís Emilsdóttir snúa aftur sem kynnar Söngvakeppninnar í ár. Öll þekkja þau Söngvakeppnina mjög vel auk þess að hafa mikla sjónvarpsreynslu. Benni og Fannar voru síðast kynnar í Söngvakeppninni 2020 og Gunna Dís árið 2016, auk þess að hafa lýst Eurovision keppninni síðastliðið vor. Rúnar Freyr bindur miklar vonir við að keppnin verði glæsileg í ár. „Það verður frábært að fá þau Gunnu Dís, Benna og Fannar aftur á sviðið og svo hlökkum við mikið til að sjá afrakstur leikstjóranna Selmu og Thomas sem hafa af mikilli reynslu að miðla þegar kemur að svona stórum viðburðum. Mestu máli skiptir samt auðvitað að keppnin mun skarta tíu nýjum íslenskum lögum fluttum af afbragðs tónlistarfólki sem verður spennandi að kynna fyrir áhorfendum. Við lofum frábærri skemmtun fyrir alla fjölskylduna," segir Rúnar Freyr.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning