Harmur hrokagikksins Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 11:30 Haaland hafa verið mislagðar fætur fyrir framan markið að undanförnu. vísir / getty Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira