Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2024 13:05 Rósa Guðbjartsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar frá árinu 2018. Hún sest á þing á nýju ári. Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir dapurlegt að fylgjast með óvæginni orðræðu og dómhörku í kjölfar úttektar Deloitte á Skessunni, knatthúsi FH-inga. Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“ Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“
Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira