„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 18:00 Snorri Steinn segir ákveðinn létti fylgja því að hafa komið hópnum út. Vísir/Einar „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira