Nauðsynlegt og löngu tímabært Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 08:00 Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, með vinnuvélarnar kærkomnu í bakgrunn. Vísir/Einar Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið. „Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira