Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 12:09 Þórður Gunnar, Oliver, Jökull og Axel Óskar tóku sig vel út í Kaleo-búningunum. vísir/ragnar dagur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira