Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 09:33 Jayden Walker á framtíðina fyrir sér í pílukastinu. Luke Littler sló eftirminnilega í gegn þegar hann var sextán ára. Nú er komin fram enn yngri pílukastsstjarna sem gæti fetað í fótspor hans; hinn tólf ára Jayden Walker. Í gær sýndi Walker frábæra takta á móti þar sem pílukastarar kepptu með áhrifavöldum. Walker keppti með YouTube-stjörnunni AngryGinge og þeir hrósuðu sigri á mótinu. Í átta liða úrslitunum unnu Walker og AngryGinge Fallon Sherrock og hlaðvarpsstjórnandann Jaackmaate. Walker sýndi hversu góður hann er þegar hann tók út 145. JAYDEN WALKER, REMEMBER THE NAME!🤯🔥Walker has just pinned an INSANE 1️⃣4️⃣5️⃣ checkout to send it all the way!12 YEARS OLD.@reddragondarts pic.twitter.com/1zOaN6eaOM— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Í undanúrslitunum unnu Walker og AngryGinge Adam Lipscombe og TikTok-stjörnuna George Scaife og í úrslitunum sigruðu þeir svo Glen Durrant og Charlie Murphy. Walker náði meðal annars einum 180 í úrslitaleiknum. JAYDEN WALKER HAS HIT A 180 IN THE DECIDER!🤯They're on a 9 by the way...👀 pic.twitter.com/lXigeAd6xW— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Ekki nóg með að Walker hafi unnið umrætt mót heldur sigraði hann sjálfan heimsmeistarann Luke Humphries, 2-1, í æfingaleik í Portsmouth á laugardaginn. Hann var með yfir 102 í meðaltalsskor í leiknum gegn Humphries. Walker fannst samt merkilegra að vinna mótið en sigra heimsmeistarann. „Ótrúlegt. Ég bjóst ekki við því að vinna þetta,“ sagði Walker. „En ég vissi líka hversu góður félagi minn er svo ég taldi okkur eiga frábæra möguleika.“ AngryGinge hrósaði Walker í hástert og sagði hann hafa komið þeim í gegnum fyrstu tvær umferðirnar en þeir hafi svo hjálpast að við að vinna Durrant og Murphy í úrslitaleiknum. Pílukast Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Í gær sýndi Walker frábæra takta á móti þar sem pílukastarar kepptu með áhrifavöldum. Walker keppti með YouTube-stjörnunni AngryGinge og þeir hrósuðu sigri á mótinu. Í átta liða úrslitunum unnu Walker og AngryGinge Fallon Sherrock og hlaðvarpsstjórnandann Jaackmaate. Walker sýndi hversu góður hann er þegar hann tók út 145. JAYDEN WALKER, REMEMBER THE NAME!🤯🔥Walker has just pinned an INSANE 1️⃣4️⃣5️⃣ checkout to send it all the way!12 YEARS OLD.@reddragondarts pic.twitter.com/1zOaN6eaOM— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Í undanúrslitunum unnu Walker og AngryGinge Adam Lipscombe og TikTok-stjörnuna George Scaife og í úrslitunum sigruðu þeir svo Glen Durrant og Charlie Murphy. Walker náði meðal annars einum 180 í úrslitaleiknum. JAYDEN WALKER HAS HIT A 180 IN THE DECIDER!🤯They're on a 9 by the way...👀 pic.twitter.com/lXigeAd6xW— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Ekki nóg með að Walker hafi unnið umrætt mót heldur sigraði hann sjálfan heimsmeistarann Luke Humphries, 2-1, í æfingaleik í Portsmouth á laugardaginn. Hann var með yfir 102 í meðaltalsskor í leiknum gegn Humphries. Walker fannst samt merkilegra að vinna mótið en sigra heimsmeistarann. „Ótrúlegt. Ég bjóst ekki við því að vinna þetta,“ sagði Walker. „En ég vissi líka hversu góður félagi minn er svo ég taldi okkur eiga frábæra möguleika.“ AngryGinge hrósaði Walker í hástert og sagði hann hafa komið þeim í gegnum fyrstu tvær umferðirnar en þeir hafi svo hjálpast að við að vinna Durrant og Murphy í úrslitaleiknum.
Pílukast Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum